Þúsund stökkvandi skötur

article-2650849-1E859F7000000578-429_634x397 Á hverju ári safnast saman þúsundir arnarskatna í Kaliforníuflóa og mynda stóra torfu. Þessi torfa syndir síðan rétt undir yfirborðinu og stökkva sköturnar upp yfir sjávarflötin með reglulegu millibili.

Ekki er vitað afhverju sköturnar gera þetta og hafa kenningar verið á reiki meðal vísindimanna. Ein kenningin er sú að sköturnar séu að reyna að losa sig við sníkjudýr. Önnur er á þá leið að með þessu atferli sínu séu sköturnar að mynda bylgjur í hafinu sem verða til þess að lítil krabbadýr synda upp í opið ginið á þeim.

Hver sem ástæðan er, þá er þetta atferli þeirra stórfenglegt sjónarspil.

Til arnarskatna telst djöflaskatan (Mantra birostris), stærsta skata veraldar en hún getur orðið allt að 5.5 metrar á lengd og 7 metrar á breidd og vegið um tonn á þyngd. Til samanburðar, þá getur skatan (Raja batis) sem þrífst við strendur Íslands náð að hámarki 250 cm lengd.

Hér má finna smá umfjöllun um djöflaskötuna.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd