Af hræðilegum baðstofum, fylliröftum og matarást. Íslandsferð William Morris (fyrsti hluti)

hdr-william-morris-updated-415

Allt síðan á 19. öld hefur það tíðkast að gefa því fræga fólki sem stigið hefur fæti á íslenska grund hinn virðulega titil „Íslandsvinur“. Fæstir verðskulda þó þann titil, því yfirleitt hefur fólk aðeins átt leið sína um Ísland á leið sinni til einhverns annars áfangastaðar. En ef einhvern skyldi þó nefna sem ætti þennan heiður skilið þá er það, athafnamaðurinn og hönnuðurinn William Morris.

William Morris fæddist árið 1834 í Walthamstow, einu úthverfa Lundúnarborgar. Hann var þriðja barn hjónanna William Morris eldri og Emmu Shelton en fjölskyldan var vel efnum búin.

Þegar Morris var ungur að árum fékk hann mikin áhuga á arkitektúr og vildi leggja greinina fyrir sig er hann yrði eldri. Það varð þó að bíða því árið 1852 gekk hann í Exeter háskóla í Oxford þar sem hann lagði stund á guðfræði, sögu og bókmenntir.

Í Oxford kynnist Morris Edward Burne-Jones en hann kveikti áhuga Morris á ljóðlist og myndlist. Sérstaklega heillaðist hann af verkum for-rafaelítanna, en það var félagsskapur manna á 19. öld sem sóttu hugmyndir sínar til endurreisnarinnar fyrir tíð ítalska listmálarans Rafaels eins og nafnið gefur til kynna. Þessi hrifning Morris af forrafaelítunum varð til þess að hann fór að einbeita sér meira að myndlist og því þurfti arkitektúrinn að bíða enn um sinn.

Proserpina (1873-1874) eftir Morris. Jane Burden, eiginkona William Morris sat fyrir.

Proserpina (1873-1874) eftir Morris. Jane Burden, eiginkona William Morris sat fyrir.

Eftir að hafa lokið háskólanámi reyndi Morris fyrir sér sem myndlistarmaður að áeggjan vinar síns og læriföðurs Dante Gabriel Rosetti. Það var um þetta leyti sem Morris gaf arkitektúrsdrauminn endanlega upp á bátinn.

Dante Gabriel Rosetti ungur að árum

Dante Gabriel Rosetti ungur að árum

Árið 1858 giftist Morris leikkonunni Jane Burden, sem rómuð var fyrir fegurð sína. Þeirra samband átti þó ekki eftir að vera hamingjusamt og átti hún í ástarsambandi við Rosetti. Samband þeirra kom þó ekki í veg fyrir að Morris og Rosetti leigðu saman sveitasetrið Kelmscott manor í Oxfordskíri. Bjuggu þau öll undir sama þaki eða allt til ársins 1874 en Rosetti var þá ekki lengur vært í sama húsi og Morris-hjónin.

Jane Burden, eiginkona Morris

Jane Burden, eiginkona Morris

Árið 1861 stofnaði Morris ásamt félaga sínum Charles Faulkner hönnunarfyrirtæki. Meðal þeirra verkefna sem fyrirtækið tók að sér var hönnun veggfóðurs, steindra glugga og teppa, málmsmíði og textílhönnun. Það er fyrir þetta frumkvöðlastarf þeirra félaga á sviði hönnunar sem Morris er helst minnst í dag.

Dæmi um hönnun Morris

Dæmi um hönnun Morris

Morris fékkst einnig við skáldskap og sótti hann innblástur í fornnorrænar sögur og þá ekki síst Íslendingasögur. Þessi mikli áhugi hans á Íslendingasögum varð til þess að hann lærði íslensku hjá Eiríki Magnússyni bókaverði í Cambridge. Tókst með þeim mikill vinskapur og þýddu þeir í sameiningu Grettissögu og Völsungasögu á ensku en sú síðarnefnda var í sérstöku uppáhaldi hjá Morris.

Hér lýkur fyrsta hlutanum í þessari frásögn en í þeim næsta verður fjallað um ferð William Morris til Íslands og upplifun hans af hrikalegri náttúru Þórsmerkur og kynni hans af skrautlegum Íslendingum.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s