Ástarsaga frá Portúgal

Tableau_Inés_de_Castro

„Það er of seint, Ínes er látin“ er þekkt orðatiltæki í Portúgal sem á uppruna sinn í einni frægustu harmsögu miðalda.

Upphaf sögu þessarar má rekja til ársins 1339 þegar Pétur, prins af Portúgal, giftist Konstönsu, prinsessu af Kastilíu. Þessi ráðahagur var gerður að áeggjan föður Péturs sem vildi stofna til bandalags við Kastilíu. Þegar Konstansa kom til Portúgals var með henni í för ung og fögur hefðarfrú að nafni Ínes de Castro. Eins og oft vill verða með hagkvæmnishjónabönd á miðöldum þá gleymdi Pétur skyldum sínum og átti í leynilegu ástarsambandi með hefðarfrúnni ungu.

Þegar Konstansa lést langt um aldur fram neitaði Pétur að giftast nokkurri annarri konu en Ínes. Faðir Péturs, Alfonso IV, hugnaðist aftur á móti ekki sá ráðahagur og taldi hættu á að ef af yrði myndi brjótast út borgarastríð. Sá ótti var ekki af ástæðulausu því bræður Ínesar vildu að Pétur gerði kröfu til konungsdæmisins í Kastilíu. Til þess að koma í veg fyrir að svo færi lét Alfonso gera Ínes brottræka úr hirð sinni. Ekki dugða það þó til að halda elskendunum frá hvor öðrum. Á Pétur að hafa sent reglulega ástarbréf til Ínesar í gegnum pípu sem leyddi vatn til klaustursins þar sem Ínes dvaldi auk þess sem hann hitti hana á laun. Á meðan þessu stóð eignaðist Ínes þrjú afkvæmi með Pétri.

Þegar Alfonso sá að ekki yrði þeim stýjað í sundur ákvað hann að senda þrjá menn til híbýla Ínesar til að losa sig við hana fyrir fullt og allt. Þegar þangað var komið hjuggu þeir af henni höfuðið að börnum hennar ásjáandi. Í sumum sögum um atburðin var Alfonso með þeim í för og á Ínes að hafa grátbeðið hann um miskun með barnabörn hans í fanginu. Eftir nokkurt hik hafi Alfonso svo sagt við böðlana, „gerið það sem ykkur sýnist“.

Ines_de_castro

Pétur varð frá sér numin af sorg þegar hann frétti af dauða Ínesar og gerði uppreisn gegn föður sínum. Uppreisnin mistókst aftur á móti og lofaði Pétur að hann skyldi ekki gera frekari tilraunir til að ná fram hefndum. Stuttu síðar lést faðir hans og Pétur varð konungur Portúgals.

Eftir dauða föður síns dæmdi Pétur tvo af morðingjum Ínesar til dauða. Ein saga segir að hann hafi látið rífa úr þeim hjartað, annað í gegnum brjóskassann og hitt út um bakið, á meðan hann snæddi kvöldverð sinn. Önnur saga segir að Pétur hafi, með berum höndum, sjálfur framkvæmt verknaðinn. Að því loknu lét hann grafa upp lík Ínesar, klæða það í skrúða og setja það í hásæti sér við hlið. Þá næst voru hirðmenn hans látnir kyssa hönd líksins og sverja því hollustu sína.

Coronation_Ines_Corpse_05

Skömmu áður en Pétur lést lét hann búa til tvö grafhýsi. Eitt fyrir sig og annað fyrir Ínes. Á grafhýsum þeirra má sjá líkneski af þeim báðu sem snúa móti hvor öðru undir grafskriftinni „allt til enda veraldar“.

Sagan af Pétri og Ínes hefur verið mörgum listamanninum yrkisefni. Er talið að á Ítaliu hafi að minnsta kosti verið samdar um 2o óperur um sögu þeirra. Einnig hefur verið samin vinsæll ballett um þau, skrifaðar skáldsögur og ljóð ort. Fyrir Portúgölum endaði aftur móti saga Ínesar ekki með dauða hennar því afkomendur Péturs og Ínesar áttu eftir að verða konungar og drottningar yfir Portúgal næstu árhundruðin.

castro1

 

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s